Art

ART er smart

Þjórsárskóli er ART skóli. Allir kennara fara í ART þjalfun hjá ART teyminu á Suðurlandi.

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og miðar að því að draga úr og fyrirbyggja óæskilega hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. ART tekur til hegðunar, hugsunar og tilfinninga og byggir á lögmálum hugrænnar atferlismeðferðar. Þjálfuð er félagsfærni (Skillstreaming), reiðistjórnun (Anger Control Training) og umræða um siðferðileg álitamál (Moral Reasoning).

Það er vissulega ekki nýjung að slíkir þættir séu þjálfaðir en innleiðsla ART tryggir kerfisbundnari og samræmdari vinnubrögð. ART höfðar hnitmiðað til helstu áhættuþátta hegðunar og eykur hæfni barna í að hugsa um og takast á við aðstæður sem geta leitt þau í vandræði og átta sig á hvaða tilfinningar fylgja því. Reynt er að breyta andfélagslegum gildum og viðhorfum, draga úr andfélagslegum jafningjatengslum, auka sjálfstjórn og styðja við samskipti

ART uppfyllir svokallaða móttækileikareglu í meðferð barna og unglinga því í þjálfuninni sýna fyrirmyndir (starfsmenn og önnur börn) hvernig á að framkvæma færnina, færnin er æfð stig af stigi, notaðir eru hlutverkaleikir og ýmsar aðrar aðferðir við að auka færnina.

ART var upphaflega þróað af Arnold Goldstein og félögum við Syracuse háskólann í Bandaríkjunum fyrir unglinga með alvarlegan hegðunarvanda. ART hefur á seinni árum náð til breiðari hóps og er í dag útbreytt í Norður Ameríku og víða í Evrópu, ekki síst Noregi og Svíþjóð.

Á stundaskrái er ART einu sinni á viku. Allaf eru tveir kennara inni og vinna með nemendum í ART tímum. Þetta er eitt af verkfærum okkar sem nýtist við að byggja upp jákvæða og sjálfstæða nemendur sem bera virðingu fyrir hverjum öðrum.

Hægt að nálgast vefsíðu Art á suðurlandi hér.

Art

ART er smart

 

Tveir kennarar og einn leiðbeinandi Þjórsárskóla hafa sótt námskeið í ART – þjálfun sem gerir ART eitt af nýju verkfærunum í kistunni okkar. Kennararnir eru Bolette Höeg Koch, Hafdís Hafsteinsdóttir og svo Lilja Loftsdóttir leiðbeinandi.

 

 

ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og miðar að því að draga úr og fyrirbyggja óæskilega hegðun með því að kenna félagsvæna hegðun. ART tekur til hegðunar, hugsunar og tilfinninga og byggir á lögmálum hugrænnar atferlismeðferðar. Þjálfuð er félagsfærni (Skillstreaming), reiðistjórnun (Anger Control Training) og umræða um siðferðileg álitamál (Moral Reasoning).
 

 

 

Það er vissulega ekki nýjung að slíkir þættir séu þjálfaðir en innleiðsla ART tryggir kerfisbundnari og samræmdari vinnubrögð. ART höfðar hnitmiðað til helstu áhættuþátta hegðunar og eykur hæfni barna í að hugsa um og takast á við aðstæður sem geta leitt þau í vandræði og átta sig á hvaða tilfinningar fylgja því. Reynt er að breyta andfélagslegum gildum og viðhorfum, draga úr andfélagslegum jafningjatengslum, auka sjálfstjórn og styðja við samskipti

 

 
ART uppfyllir svokallaða móttækileikareglu í meðferð barna og unglinga því í þjálfuninni sýna fyrirmyndir (starfsmenn og önnur börn) hvernig á að framkvæma færnina, færnin er æfð stig af stigi, notaðir eru hlutverkaleikir og ýmsar aðrar aðferðir við að auka færnina. Þjálfunin fer fram vikulega í kennslu/bekkjarhópum með tveimur þjálfurum. Einnig er í boði þjálfun í litlum hópum þrisvar í viku með tveimur þjálfurum og tekur að jafnaði um 10-12 vikur. Þá eru nemendur teknir út úr almennum kennslustundum og oft eru þjálfuð ákveðin atriði hjá hópnum.  Árangur er metinn á markvissan og reglubundinn hátt.
 
ART var upphaflega þróað af Arnold Goldstein og félögum við Syracuse háskólann í Bandaríkjunum fyrir unglinga með alvarlegan hegðunarvanda. ART hefur á seinni árum náð til breiðari hóps og er í dag útbreytt í Norður Ameríku og víða í Evrópu, ekki síst Noregi og Svíþjóð. Skólaskrifstofa Suðurlands hefur staðið fyrir þjálfuninni á Suðurlandi og hafa margir grunnskólar nú þegar tekið þessa aðferð upp.

 

 
Valdir verða nemendur til þátttöku í þjálfunar og haft samband við foreldra og þeim sérstaklega kynnt fyrirkomulagið og hvað breytist í skólagöngu/stundatöflu nemandans við þetta ef foreldrar samþykkja þátttöku barnsins.
 

Með kveðju og von um að þetta verði eitt af verkfærum okkar sem nýtist við að byggja upp jákvæða og sjálfstæða nemendur sem bera virðingu fyrir hverjum öðrum.

 

Hægt að nálgast vefsíðu Art á suðurlandi hér.